Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mán 27. apríl 2020 11:00
Elvar Geir Magnússon
Rifjar upp þegar hann reykti í klefa Arsenal
Szczesny í leik með Arsenal.
Szczesny í leik með Arsenal.
Mynd: Getty Images
Markvörðurinn Wojciech Szczesny rifjar upp tíma sinn hjá Arsenal í Arsenal Nation hlaðvarpsþættinum en þar fer hann meðal annars yfir það þegar hann var sektaður fyrir að reykja í klefanum.

Hann gerði tvö afdrifarík mistök í 2-0 tapi gegn Southampton á fyrsta degi ársins 2015.

„Á þessum tíma reykti ég reglulega og Arsene Wenger vissi það vel. Hann vildi bara ekki að ég myndi reykja í búningsklefunum og ég var meðvitaður um það, segir Szczesny.

„Tilfinningarnar í leiknum gerðu það að verkum að ég fékk mér sígarettu eftir leik. Ég fór í sturtuklefann og kveikti mér í einni. Ég hélt að enginn hefði séð mig en hafði rangt fyrir mér."

„Það var ekki stjórinn sjálfur sem sá mig, það var einhver sem lét hann vita. Nokkrum dögum seinna spurði Wenger mig hvort þetta var satt og ég sagði já. Hann sektaði mig og þar með lauk málinu."

Szczesny, sem er markvörður Ítalíumeistara Juventus í dag, missti sæti sitt sem aðalmarkvörður Arsenal í kjölfarið.

„Ég tók því mjög fagmannlega. Ég bjóst við því að snúa aftur í liðið nokkrum vikum síðar en liðið fór á gott skrið og David Ospina, sem kom í markið, lék mjög vel. Hann hélt stöðunni," segir Pólverjinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner