Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 27. apríl 2020 15:40
Elvar Geir Magnússon
Ronaldinho um fangelsisvistina: Mikill skellur
Ronaldinho er laus úr fangelsi.
Ronaldinho er laus úr fangelsi.
Mynd: Getty Images
Brasilíumaðurinn Ronaldinho segir það hafa verið sjokk þegar hann var handtekinn fyrir að vera með falsað vegabréf. Hann segist hafa staðið í þeirri trú að pappírarnir væru algjörlega löglegir.

Þessi fyrrum stórstjarna Barcelona var mánuð bak við lás og slá í Paragvæ í mánuð ásamt bróður sínum.

Bræðurnir hafa nú verið látnir lausir úr fangelsi en þurfa að halda sig á hóteli þar til mál þeirra verður tekið fyrir.

„Það kom okkur mjög á óvart að komast á því að pappírar okkar væru ekki löglegir. Síðan þá höfum við reynt að vinna með réttarkerfinu til að koma hlutunum á hreint," segir Ronaldinho í sínu fyrsta viðtali síðan hann var látinn laus.

„Við höfum verið samvinnufúsir og svarað öllum spurningum sem við höfum fengið."

Ronaldinho segist hafa verið að fara til Paragvæ í boði Nelson Belotti, eiganda Il Palazzo spilavítisins, og átti hann að koma fram á viðburðum á hans vegum. Lögfræðingateymi hans segir að vegabréfsáritun hans hafi fengist frá styrktaraðila.

Ronaldinho segist hafa leikið sér í fótbolta í fangelsinu og hann hafi fengið góðar móttökur frá öðrum föngum. Þessi tími hafi þó ekki verið ánægjulegur.

„Þetta var mikill skellur. Ég bjóst aldrei við því að lenda í þessari stöðu," segir Ronaldinho.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner