Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mán 27. apríl 2020 20:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Telur að Martinez yrði varamaður hjá Barcelona
Lautaro Martinez.
Lautaro Martinez.
Mynd: Getty Images
Fabio Capello, fyrrum landsliðsþjálfari Englands og Rússlands, er á því að argentíski sóknarmaðurinn fái ekki öruggt byrjunarliðssæti hjá Barcelona.

Barcelona hefur lengi vel sýnt Martinez áhuga en hann er með 111 milljón evra riftunarákvæði í samningi sínum hjá Inter.

Martínez er 22 ára og hefur skorað 16 mörk í 31 leik fyrir Inter á þessu tímabili. Hann heillaði mikið í Meistaradeildinni þar sem hann er með fimm mörk í sex leikjum.

Ítalska þjálfaranum Capello finnst að Martinez eigi að vera áfram á Ítalíu.

„Ef ég væri hann þá myndi ég vera áfram hjá Inter því hjá Barcelona verður hann varamaður," sagði Capello við Gazzetta dello Sport.

Barcelona er með mikið af sóknarmöguleikum og þá er mikið talað um að Katalóníustórveldið vilji fá Neymar aftur frá Paris Saint-Germain.

Martinez er sagður hugsaður sem arftaki Luis Suarez sem er orðinn 33 ára gamall.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner