Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 27. apríl 2020 08:00
Brynjar Ingi Erluson
„Það voru forréttindi að spila með Zlatan"
Zlatan Ibrahimovic er ekki allra en Corona er aðdáandi
Zlatan Ibrahimovic er ekki allra en Corona er aðdáandi
Mynd: Getty Images
Bandaríski landsliðsmaðurinn Joe Corona segir það forréttindi að hafa spilað með sænska framherjanum Zlatan Ibrahimovic hjá Los Angeles Galaxy.

Zlatan spilaði tvö tímabil með Galaxy þar sem hann skoraði 53 mörk í 58 leikjum áður en hann gekk til liðs við AC Milan.

Sebastian Lletget, liðsfélagi hans hjá Galaxy, sagði á dögunum að andinn í búningsklefanum væri töluvert betri eftir að Zlatan fór en hann var ekki mikill aðdáandi hans.

Corona hefur þó komið Zlatan til varnar og segist hafa notið þess að spila með honum.

„Zlatan er persónuleiki. Hann er einstakur og átti sín augnablik eins og við allir. Frá mínu sjónarhorni voru það forréttindi að spila með goðsögn af þessari stærðargráðu. Maður er með sögur af því að vera liðsfélagi og það eru minningar sem maður getur hlegið að," sagði Corona.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner