Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mán 27. apríl 2020 14:30
Elvar Geir Magnússon
Tilbúnir að selja Pogba og Lingard til að fjármagna Sancho
Jadon Sancho.
Jadon Sancho.
Mynd: Getty Images
Manchester United ku vera tilbúið að hlusta á tilboð í Paul Pogba og Jesse Lingard í sumar til að fjármagna kaup á Jadon Sancho, leikmanni Dortmund.

Þetta kemur fram í enska götublaðinu The Sun.

Ed Woodward, framkvæmdastjóri Manchester United, segir að félagaskiptaglugginn verði mjög óvenjulegur og býst ekki við risakaupum.

Sancho er metinn á 100 milljónir punda af Borussia Dortmund og því hægara sagt en gert að landa honum.

Pogba er á óskalistum Real Madrid og juventus en Lingard hefur færst aftar í goggunarröðina hjá Ole Gunnar Solskjær. The Sun segir að Marcos Rojo, Chris Smalling, og Andreas Pereira gætu einnig verið seldir.

Sancho hefur verið frábær fyrir Dortmund en á þessu tímabili er hann með 17 mörk og 19 stoðsendingar í 35 leikjum.
Athugasemdir
banner