Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 27. apríl 2020 22:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tíu efnilegustu fótboltakonurnar
Lena Sophie Oberdorf.
Lena Sophie Oberdorf.
Mynd: Getty Images
Vefmiðillinn Goal hefur tekið saman lista yfir tíu efnilegustu fótboltakonur í heiminum. Leikmennirnir á listanum eru fæddar 1. janúar 2001 eða síðar. Listinn er eftirfarandi:

10. Linda Caicedo (Deportivo Cali - Kólumbía)
9. Yuzuki Yamamoto (NTV Beleza - Japan)
8. Kate Wiesner (Penn State - Bandaríkin)
7. Gift Monday (FC Robo - Nígería)
6. Mary Fowler (Montpellier - Ástralía)
5. Melchie Dumornay (AS Tigresses - Haítí)
4. Lauren James (Manchester United - England)
3. Claudia Pina (Barcelona - Spánn)
2. Jordyn Huitema (Paris Saint-Germain - Kanada)
1. Lena Oberdorf (SGS Essen - Þýskaland)

Um Oberdorf er skrifað: Sagan var skrifuð þegar Lena Oberdorf kom inn á sem varamaður í opnunarleik Þýskalands á HM síðasta sumar. Hún kom inn á fyrir Birgit Prinz, einn besta leikmann sögunnar, og varð þar með yngsti leikmaðurinn í sögunni til að spila fyrir Þýskaland á HM. Tveimur dögum áður hafði hún klárað þriggja klukkustunda skólapróf og því næst var hún að spila á HM með Þýskalandi.

Obendorf, sem er aðeins nýorðin 18 ára, getur spilað sem miðvörður, miðjumaður, bakvörður og kantmaður. „Með Lenu vildum við bæta líkamlegum styrk við okkar lið," sagði landsliðsþjálfarinn Martina Voss-Tecklenburg. „Ef við getum gert það með yngsta leikmanninum okkar þá segir það mikið um hana."

Grein Goal má lesa í heild sinni hérna.
Athugasemdir
banner
banner
banner