Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 27. maí 2019 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Forseti Bayern ráðleggur Boateng að fara
Jerome Boateng.
Jerome Boateng.
Mynd: Getty Images
Kovac heldur áfram með Bayern.
Kovac heldur áfram með Bayern.
Mynd: Getty Images
Jerome Boateng virðist vera frjálst að yfirgefa Bayern München í sumar eftir átta ár hjá félaginu.

Uli Hoeness, forseti Bayern, gefur honum þau ráð að fara eitthvert annað og leita sér að nýrri áskorun.

Boateng spilaði stórt hlutverk framan af á sínum ferli hjá Bayern en að undanförnu hefur hann fallið aftar í goggunarröðina. Niklas Sule og Mats Hummels eru fyrir framan hann í röðinni.

„Sem vinur hans, þá myndi ráðleggja honum að yfirgefa félagið," sagði Hoeness við Sky.

„Hann þarf á nýrri áskorun að halda."

Kovac verður áfram
Þó hinn þrítugi Boateng sé líklega á förum þá er það nokkuð ljóst að Niko Kovac verður áfram stjóri Bayern.

Kovac var að klára sitt fyrsta tímabil sem stjóri Bayern. Hann var orðinn valtur í sessi fyrr á tímabilinu en endaði það vel; með deildar- og bikarmeistaratitli.

„Þjálfarinn okkar á næsta tímabili verður Niko Kovac. Lið gæti ekki spilað svona góðan fótbolta ef skilningurinn við þjálfarann væri ekki góður," sagði Hoeness.

„Verður hann áfram? 100% já."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner