Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 27. maí 2019 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Svíþjóð: Gísli og Óttar spiluðu í sjötta sigri Mjällby í röð
Gísli í leik með Breiðabliki.
Gísli í leik með Breiðabliki.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Íslendingalið Mjällby er á miklu skriði í sænsku B-deildinni.

Gísli Eyjólfsson var í byrjunarliði Mjällby þegar liðið lagði GAIS að velli í gær. Jacob Bergström kom Mjällby yfir eftir hálftíma leik og bætti Pavle Vagic við öðru marki á 77. mínútu úr vítaspyrnu.

Gísli spilaði fyrri hálfleikinn fyrir Mjällby og kom Óttar Magnús Karlsson inn á þegar fjórar mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.

Þjálfari Mjällby er Milos Milojevic, fyrrum þjálfari Breiðabliks og Víkings R..

Sigurinn í dag var sjötti sigur Mjällby í röð og er liðið í öðru sæti sænsku B-deildarinnar. Flottur árangur.
Athugasemdir
banner
banner
banner