Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 27. maí 2019 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ísland í dag - Valur getur farið á toppinn
ÍBV tekur á móti Stjörnunni.
ÍBV tekur á móti Stjörnunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gleðilegan mánudaginn!

Það eru þrír leikir á dagskrá í fimmtu umferð Pepsi Max-deildar kvenna í dag. Umferðin hófst í gær með leik Þórs/KA og Keflavíkur.

Fyrsti leikur dagsins er klukkan 18:00 þegar ÍBV mætir Stjörnunni. Þetta er mikilvægur leikur fyrir ÍBV sem er aðeins með þrjú stig eftir fyrstu fjóra leikina. Stjarnan er með níu stig. Þetta verður fróðlegur leikur.

Klukkan 19:15 eru svo tveir leikir. Fylkir, sem er með sex stig, tekur á móti HK/Víkingi sem er með þrjú stig. Á sama leikur Valur, sem er með fullt hús stiga, við Selfoss. Selfyssingar eru með sex stig eftir góðan sigur á Keflavík í síðustu umferð. Valur getur farið upp fyrir Breiðablik á toppi deildarinnar en Blikar spila á morgun við KR.

Allir leikirnir verða í beinni textalýsingu á Fótbolta.net og verður leikur Fylkis og HK/Víkings sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

mánudagur 27. maí

Pepsi-Max deild kvenna
18:00 ÍBV-Stjarnan (Hásteinsvöllur)
19:15 Fylkir-HK/Víkingur (Würth völlurinn)
19:15 Valur-Selfoss (Origo völlurinn)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner