Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 27. maí 2019 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Klopp er besti stjóri sem Benteke hefur spilað fyrir
Benteke vonast til að vera áfram hjá Crystal Palace.
Benteke vonast til að vera áfram hjá Crystal Palace.
Mynd: Getty Images
Christian Benteke hefur verið orðaður við félög í Kína eftir að tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni lauk.

Benteke hefur ekki átt sjö dagana sæla hjá Crystal Palace. Hann hefur ekki náð að standa undir þeim væntingum sem gerðar voru til hans þegar hann gekk í raðir Palace árið 2016 frá Liverpool.

Benteke kostaði Palace 32 milljónir punda árið 2016 og byrjaði vel hjá félaginu. Hann hefur hins vegar dalað mikið og skoraði hann aðeins eitt mark í 16 leikjum í ensku úrvalsdeildinni á nýliðnu tímabili. Tímabilið áður gerði hann þrjú mörk í 31 leik.

Í viðtali við belgíska blaðamanninn Kristof Terreur segist Benteke hins vegar ekki vilja yfirgefa England.

„Ég byrjaði vel á Englandi, ég vil enda með stæl líka," sagði hann.

„Ég vil ekki hlaupa í burtu eins og þjófur að næturlagi. Ég meiddist á hné á síðasta tímabili og spilaði í gegnum sársauka. Ég var aldrei 100% á þessu tímabili."

„Ég er ekki að hugsa um Kína. Ég vil frekar vera áfram hjá Crystal Palace. Ég vil vera áfram á Englandi."

Naut þess að vinna með Klopp
Terreur ræddi einnig við Benteke um Jurgen Klopp, stjóra Liverpool. Klopp tók þá ákvörðun að selja Benteke frá Liverpool til Crystal Palace.

Benteke er samt ekki reiður eða þess háttar út í Klopp. Hann segir að Þjóðverjinn sé besti stjóri sem hann hefur unnið með.

„Klopp er besti stjóri sem ég hef unnið með, þó ég hafi ekki spilað mikið hjá honum. Hann vill hafa hraða leikmenn frammi. Ég skildi ákvörðun hans," sagði Benteke sem spilaði undir stjórn Klopp í 10 mánuði.


Athugasemdir
banner
banner