Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 27. júní 2018 17:24
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið kvöldsins: Savic spilar djúpur gegn Brasilíu
Mynd: Getty Images
Mikil spenna er fyrir lokaumferð E-riðils Heimsmeistarakeppninnar þar sem þrjú lið keppast um að komast áfram í útsláttarkeppni.

Serbar eiga erfiðasta verkefnið fyrir höndum sér þar sem þeir þurfa að sigra gífurlega sterkt lið Brasilíu til að komast upp úr riðlinum. Jafntefli gæti nægt Serbum ef Svisslendingar tapa fyrir Kosta Ríka.

Brassar og Svisslendingar þurfa aðeins stig til að tryggja sig áfram. Topplið riðilsins mætir Mexíkó í 16-liða úrslitum, liðið sem endar í öðru sæti fær leik við Svíþjóð.

Brassar gera enga breytingu á sínu liði fyrir úrslitaleikinn mikilvæga, en Serbar gera þrjár breytingar á liðinu sem tapaði fyrir Sviss.

Milos Veljkovic og Antonio Rukavina koma inn í vörnina hjá Serbum fyrir Branislav Ivanovic og Dusko Tosic. Þá kemur Adem Ljajic á miðjuna í stað Luka Milivojevic.

Ljajic fer upp í holuna þar sem Sergej Milinkovic-Savic spilaði í síðasta leik, en Savic sjálfur fer aftar á völlinn. Serbar tefla því fram sóknarsinnaðari leikmönnum heldur en gegn Sviss.

Svisslendingar gera tvær breytingar á sókninni sinni eftir sigurinn gegn Serbum. Breel Embolo kemur inn á vinstri kantinn og Mario Gavranovic er fremstur. Þeir taka stöður Haris Seferovic og Steven Zuber í sóknarleiknum.

Serbía: Stojkovic, Rukavina, Veljkovic, Milenkovic, Kolarov, Matic, Milinkovic-Savic, Tadic, Kostic, Ljajic, Mitrovic

Brasilía: Alisson, Fagner, Silva, Miranda, Marcelo, Paulinho, Casemiro, Coutinho, Willian, Gabriel Jesus, Neymar


Sviss: Sommer, Lichtsteiner, Akanji, Schär, Rodríguez, Xhaka, Behrami, Shaqiri, Dzemaili, Embolo, Gavranovic

Kosta Ríka: Navas, Acosta, Gonzalez, Oviedo, Gamboa, Watson, Borges, Colindres, Ruiz, Guzman, Campbell

Sjá einnig:
Maggi Bö spáir í leik Sviss og Kosta Ríka
Matti Villa spáir í leik Serbíu og Brasilíu
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner