Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 27. júní 2018 20:47
Ívan Guðjón Baldursson
Englendingar vilja tapa fyrir Belgíu
Mynd: Getty Images
Eftir úrslit dagsins er ljóst að útsláttarkeppni Heimsmeistaramótsins verður afar óvenjuleg í sumar. Aðeins tveir riðlar eiga eftir að klárast, þar sem England og Belgía mætast í úrslitaleik um toppsæti G-riðils og Kólumbía, Japan og Senegal berjast um efstu sæti H-riðils.

Stuðningsmenn enska landsliðsins á Twitter vilja margir hverjir sjá sína menn tapa gegn Belgíu til að eiga auðveldari útsláttarkeppni.

Það eru tvær leiðir í úrslitaleikinn og er önnur talsvert erfiðari en hin á blaði.

Sigurvegari leiksins fer í hóp með Úrúgvæ, Portúgal, Frakklandi, Argentínu, Brasilíu og Mexíkó í útsláttarkeppninni.

Tapliðið fer í hóp með Spáni, Rússlandi, Króatíu, Danmörku, Svíþjóð og Sviss.



Athugasemdir
banner
banner