Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 27. júní 2018 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hannes: Búið að vera eitthvað um spennandi fyrirspurnir
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þáttöku Íslands á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi lauk í gær en ævintýri strákanna er langt frá því að vera búið. Næst á dagskrá er Þjóðadeildin þar sem sem Ísland er í A-deild ásamt stærstu fótboltaþjóðum heims. Þá er EM 2020 mót sem íslenska landsliðið ætlar að komast á.

„Þetta hefur verið stanslaus sigurganga síðustu ár og við viljum halda henni áfram. Næsta mál er Þjóðadeildin og svo er það EM. Það er bjart framundan og það er æðislegt að taka þátt í þessu," sagði Hannes eftir tapið gegn Króatíu í gær.

Hannes, sem er 34 ára, er á mála hjá danska úrvalsdeildarfélaginu Randers. Eftir frábæra frammistöðu gegn Argentínu í fyrsta leik á HM þar sem hann varði til að mynda vítaspyrnu frá Lionel Messi fór síminn að hringja hjá Randers en reiknar Hannes með því að fara?

„Ég reikna með því að vera áfram, það er það sem ég hef í hendi í dag. Ef eitthvað nýtt kemur upp þá skoða ég það. Ég hef fengið einhverjar fyrirspurnir en milljón sinnum hafa komið fyrirspurnir og ekkert komið úr því," sagði Hannes.

„Það er búið að vera eitthvað um spennandi fyrirspurnir en ég ætla ekki að tala um það eins og staðan er í dag."
Athugasemdir
banner
banner
banner