Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 27. júní 2018 15:59
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
HM: Heimsmeistararnir úr leik - „Bless Þýskaland"
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Svíþjóð vann riðilinn.
Svíþjóð vann riðilinn.
Mynd: Getty Images
Þýskaland fer í fyrsta sinn í sögunni ekki áfram úr riðlakeppni Heimsmeistaramótsins. Ríkjandi Heimsmeistararnir eru úr leik í Rússlandi eftir tap gegn Suður-Kóreu.


Þýskaland þurfti að vinna leikinn þar sem Svíþjóð valtaði yfir Mexíkó í hinum leik riðilsins.

Auf wiedersehen
Markvörður Suður-Kóreu var frábær í leiknum og hélt sóknarmönnum Þýskalands köldum. Þjóðverjar náðu ekki að skora á fyrstu 90 mínútunum og á síðustu mínútunum kláruðu Suður-Kóreumenn bara Þýskaland.

Þeir skoruðu fyrsta mark leiksins eftir hornspyrnu og þegar lítið var eftir, þegar allir leikmenn Þýskalands voru komnir fram, þar á meðal markvörðurinn Manuel Neuer, skoraði Son Heung-min, 2-0 fyrir Suður-Kóreu. „Bless Þýskaland, auf wiedersehen," sagði Gunnar Birgisson sem lýsti leiknum á RÚV.

Í hinum leiknum í F-riðli sigraði Svíþjóð Mexíkó 3-0 þar sem Mexíkó. Öll þrjú mörk Svíþjóðar komu í seinni hálfleik.

Svíþjóð vinnur riðilinn þrátt fyrir hafa tapað síðasta leik á dramatískan hátt gegn Þýskalandi. Mexíkó fer áfram þrátt fyrir þetta stóra tap. Mexíkó vann fyrstu tvo leiki sína.

Þýskaland endar á botni riðilsins. Ótrúlegt.

Suður-Kórea 2 - 0 Þýskaland
1-0 Kim Young-Gwon ('90 )
2-0 Son Heung-Min ('90 )

Mexíkó 0 - 3 Svíþjóð
0-1 Ludwig Augustinsson ('50 )
0-2 Andreas Granqvist ('62 , víti)
0-3 Edson Alvarez ('74 , sjálfsmark)
Athugasemdir
banner
banner