Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 27. júní 2018 16:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kannski ekki svo eftirsóknarvert að verða Heimsmeistari
Mynd: Getty Images
Það mætti halda að álög séu sett á þig ef þú vinnur Heimsmeistaratitilinn í fótbolta. Ríkjandi Heimsmeistarar Þýskalands féllu úr leik á HM í Rússlandi áðan.

Þýskland tapaði 2-0 fyrir Suður-Kóreu og endaði á botni F-riðils sem innihélt Kóreu, Svíþjóð og Mexíkó.

Þýskaland varð Heimsmeistari 2014 og fellur úr leik núna en tölfræði ríkjandi Heimsmeistari er ekki góð. Árið 2014 var Spánn ríkjandi Heimsmeistari og þeir féllu úr leik í riðlakeppninni. 2010 féll Ítalíu úr leik í riðlakeppninni og 2002 féll Frakkland úr leik í riðlakeppninni. Á síðasta fimm mótum er Brasilía eina liðið (2006) sem kemst áfram úr riðlakeppninni sem ríkjandi Heimsmeistari.

Kannski er það svo ekki eftirsóknarvert að verða Heimsmeistari allavega ekki þegar kemur að næsta móti.



Athugasemdir
banner
banner
banner