Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 27. júní 2018 15:34
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Koma heim í kvöld - Engin opin rútuferð í þetta skiptið
Icelandair
Þegar strákarnir komu heim eftir EM 2016 komu þeir í opinni rútu niður á Arnarhól.
Þegar strákarnir komu heim eftir EM 2016 komu þeir í opinni rútu niður á Arnarhól.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Íslenska landsliðið er nú í flugi frá Rússlandi til Íslands. Strákarnir okkar féllu úr leik á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi í gær eftir svekkjandi tap við Króatíu. Ísland var í séns á að komast í 16-liða úrslit á síðustu mínútum leiksins en því miður þá varð ekki að því. Ivan Perisic skoraði annað mark Króatíu og þá var möguleikinn úti.

Sjá einnig:
Viðbrögð strákanna á samfélagsmiðlum - „Takk fyrir okkur"

Þetta var annað stórmót íslenska karlalandsliðsins. Á EM fyrir tveimur árum komst liðið alla leið í 8-liða úrslit en féll þar úr leik gegn sterku liði Frakklands.

Þegar landsliðið kom eftir eftir Evrópumótið fékk liðið magnaðar móttökur. Það var keyrt í opinni rútu í gegnum miðbæinn að Arnarhóli þar sem staðið var fyrir eftirminnilegri móttöku.

Ómar Smárason, fjölmiðlafulltrúi landsliðsins, segir í samtali við Vísi að ekki sé stefnt að formlegri móttöku aftur. Landsliðið mun halda í höfuðstöðvar KSÍ í kvöld þar sem haldin verður móttaka með fjölskyldumeðlimum.

Búist er við landsliðinu heim um sjöleytið í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner