mið 27. júní 2018 20:21
Ívan Guðjón Baldursson
Löw svekktur - Hummels baðst afsökunar á Twitter
Mynd: Getty Images
Í dag varð ljóst að Þjóðverjar eru ekki að fara að verja heimsmeistaratitilinn sinn er þeir töpuðu óvænt 2-0 fyrir Suður-Kóreu.

Þjóðverjar voru taldir líklegastir til að vinna mótið ásamt nokkrum stórveldum en þegar þeir töpuðu fyrir Mexíkó í fyrstu umferð fóru viðvörunarbjöllurnar af stað.

Toni Kroos virtist hafa bjargað þeim fyrir horn með dramatísku sigurmarki úr aukaspyrnu á síðustu sekúndum leiksins gegn Svíum, meisturunum nægði sigur gegn slöku liði Kóreu sem hafði tapað fyrstu tveimur leikjunum.

Joachim Löw hefur verið við stjórnvölinn hjá þýska landsliðinu síðan eftir HM 2006 og framlengdi samninginn við landsliðið til 2020 fyrir Rússlandsferðina.

„Við áttum ekki skilið að fara upp úr riðlinum. Við vorum slegnir út því við vorum ekki nógu góðir, það er ekki flóknara en svo," sagði Löw eftir tapið.

„Við höfum alltaf komist í undanúrslit eða lengra frá því að ég tók við en í þetta skiptið stóðum við okkur nógu vel. Við verðum að sætta okkur við það. Þetta eru ótrúleg vonbrigði.

„Hvað tekur við núna? Ég get ekki sagt neitt strax, við þurfum tíma til að melta þetta áður en framtíðarákvörðun verður tekin."


Mats Hummels, sem hefur lengi verið talinn til bestu miðvarða heims, gerði slæm mistök í tapinu í dag og baðst afsökunar á Twitter.



Athugasemdir
banner
banner
banner