banner
   mið 27. júní 2018 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Matti Villa spáir í leik Serbíu og Brasilíu
Matthías Vilhjálmsson.
Matthías Vilhjálmsson.
Mynd: Rosenborg
Í kvöld lýkur E-riðlinum á Heimsmeistaramótinu í fótbolta. Sviss spilar við Kosta Ríka og Serbía mætir Brasilíu.

Það er ekkert lið öruggt áfram í þessum riðli en það eina sem er ljóst er að Kosta Ríka mun ekki komast áfram. Baráttan er því á milli Brasilíu, Serbíu og Sviss.

Sviss er í kjörstöðu, með fjögur stig og leik gegn Kosta Ríka í kvöld. Brasilía og Serbía eigast við en þar er Brasilía sigurstranglegra liðið. Fyrir kvöldið er Brasilía á toppi riðilsins á markatölu.

Matthías Vilhjálmsson, leikmaður Noregsmeistara Rosenborg, spáir í leik Brasilíu og Serbíu.

Serbía 1 - 1 Brasilía (klukkan 18:00 í kvöld)
Fer 1-1 þar sem Brassarnir verða taugahrúga fram á síðustu stundu og Serbarnir sækja grimmt en Brasilía kemst að lokum áfram.



Þess má geta að stig dugir Brasilíu áfram í 16-liða úrslit, en ólíklegt er að það dugi Serbíu áfram.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner