Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 27. júní 2018 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Nettóvöllurinn á sunnudag, ef hann kemst í liðið"
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birkir Már Sævarsson sagði frá því í gær, eftir að hafa spilað alla leiki Íslands á HM í Rússlandi, að hann væri klár í leik Vals og Keflavíkur á sunnudag ef krafta hans yrði óskað.

„Ég veit ekki annað en að ég sé að fara að mæta á æfingar. Ég geri ráð fyrir því að það verði æfing ekki á morgun heldur hinn. Ef þeir vilja nota mig verð ég klár," sagði Birkir.

Birkir gekk í raðir Vals síðastliðinn vetur eftir um 10 ára feril í atvinnumennsku í Svíþjóð og Noregi.

Birkir Már hafði spilað í öllum leikjum Vals í Pepsi-deildinni áður en hann fór út til Rússlands. Á meðan Birkir var úti fékk Arnar Sveinn Geirsson hins vegar að spila í hægri bakverðinum og hefur hann staðið sig með mikilli prýði. Arnar Sveinn átti stóran þátt í því að Valur varð Íslandsmeistari í fyrr og miðað við Twitter færslu í gærkvöldi ætlar hann ekki að láta sæti sitt í liðinu auðveldlega af hendi.

„Birkir Már Sævarsson er algjörlega magnaður gaur. Það er varla hægt að finna feilspor hjá honum í þessum þremur leikjum. Svo er það Nettóvöllurinn á sunnudaginn, ef hann kemst í liðið," skrifaði Arnar Sveinn en færsla hans er hér að neðan.



Athugasemdir
banner
banner
banner