mið 27. júní 2018 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Obi Mikel ósáttur: Þetta var augljós vítaspyrna
Mynd: Getty Images
John Obi Mikel, fyrirliði Nígeríu, var mjög ósáttur eftir tapið gegn Argentínu í gærkvöld.

Nígería var á leiðinni áfram í 16-liða úrslit þangað varnarmaðurinn Marcos Rojo skoraði á 86. mínútu.

Nígería lenti undir eftir mark Lionel Messi en Victor Moses jafnaði úr vítaspyrnu í upphafi seinni hálfleiks. Obi Mikel er á þeirri skoðun að Nígería hefði átt að fá aðra vítaspyrnu í seinni hálfleiknum þegar Rojo, hetja Argentína, skallaði boltann í hendi sína.

Dómarinn fékk aðstoð myndbandsdómara við að útkljá atvikið en ákvað að dæma ekki vítaspyrnu.

„Þetta var augljós vítaspyrnu að mínu mati," sagði Obi Mikel við blaðamenn eftir leikinn. „Ef þú lítur á leik Portúgal og Íran þá var dæmd vítaspyrna á minna en þetta. Við horfðum á þetta aftur í búningsklefanum, þetta var hendi."

Ef Nígería hefði fengið víti og skorað úr því þá hefðu þeir komist í 2-1 og staðan orðið mjög þægileg en í stað þess skoraði Argentína síðar í leiknum og Nígería er úr leik.
Athugasemdir
banner
banner