Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 27. júní 2018 22:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sampaoli við Messi: Á ég að setja Kun inn á?
Mynd: Getty Images
Það lítur ekki út fyrir það að Jorge Sampaoli sé með mikil völd í argentíska landsliðinu.

Samapoli hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir frammistöðu Argentínu á HM í Rússlandi. Argentína rétt skreið upp úr riðlakeppninni með því að vinna Nígeríu 2-1 í gær. Varnarmaðurinn Marcos Rojo gerði sigurmark Argentínu á 86. mínútu.

Fyrir leikinn gegn Nígeríu í gær var talað um það að leikmenn liðsins myndu velja byrjunarliðið þar sem Sampaoli væri ekki treyst fyrir því.

Sergio Aguero, sóknarmaður Manchester City, byrjaði á bekknum í gær og kom ekki inn á fyrr en á 80. mínútu. Á myndbandsupptökum virðist Sampaoli biðja um samþykki frá Lionel Messi, fyrirliða Argentínu, áður en hann setur Aguero inn á.

„Hvað á ég að gera, á að setja Kun (Aguero) inn á?" virðist Sampaoli spyrja Messi.

Aguero var settur inn á og Rojo skoraði sigurmarkið sex mínútum síðar.



Athugasemdir
banner
banner
banner