Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 27. júní 2018 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segir starfi sínu lausu hjá Egyptalandi strax eftir mót
Hector Cuper.
Hector Cuper.
Mynd: Getty Images
Argentínumaðurinn Hector Cuper er búinn að segja starfi sínu lausu hjá Egyptalandi eftir að liðið féll úr leik í riðlakeppninni á Heimsmeistaramótinu í fótbolta.

Egyptaland, sem var að spila á sínu fyrsta HM í 28 ár, tapaði öllum sínum leikjum í A-riðli.

Með Egyptalandi í riðli voru gestgjafar Rússlands, Sádí-Arabía og Úrúgvæ.

Mohamed Salah, lykilmaður Egyptalands, var tæpur fyrir mótið og missti af fyrsta leik vegna axlarmeiðsla sem hann hlaut í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Salah náði seinni tveimur leikjunum og skoraði í þeim báðum en það var ekki nóg.

Cuper er 62 ára gamall Argentínumaður sem hafði þjálfað Egyptaland frá 2015 með mjög góðum árangri. Hann er fyrrum stjóri Valencia og Inter Milan.
Athugasemdir
banner
banner
banner