Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mið 27. júní 2018 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Xhaka og Shaqiri sleppa við leikbann og eru með í dag
Fagnið umtalaða.
Fagnið umtalaða.
Mynd: Getty Images
Félagarnir Granit Xhaka og Xherdan Shaqiri verða ekki í leikbanni þegar Sviss spilar við Kosta Ríka á HM í fótbolta í dag.

Með sigri fer Sviss áfram í 16-liða úrslitin á HM en jafntefli eða tap gæti líka komið liðinu þangað. Það fer eftir því hvort Brasilía vinni Serbíu á sama tíma eða ekki.

Fyrir leikinn eru Sviss og Brasilía með fjögur stig, Serbía þrjú stig og Kosta Ríka án stiga í F-riðli.

Xhaka og Shaqiri eru báðir lykilmenn í svissneska liðinu. Þeir skoruðu mörk Sviss í 2-1 sigri á Serbíu á síðastliðinn föstudag og þar komust þeir í vandræði fyrir það hvernig þeir fögnuðu.

Xhaka og Shaqiri eru báðir Kosóvó-Albanar en þeir fögnuðu mörkum sínum með því að mynda fugl með höndunum, tvíhöfða örn sem prýðir albanska fánann.

Serbía hefur átt í slæmu sambandi við Albaníu í gegnum árin og Kosóvó er ein af ástæðunum fyrir því. Serbía neitar að viðurkenna Kosóvó sem sjálfstætt ríki en í Kosóvó býr mikið af fólki með albanskan uppruna.

Fjölskyldur Xhaka og Shaqiri flúðu til Sviss frá Kosóvó vegna stríðs þar í landi. Í stríðinu létust margir Albanir fyrir hendi serbneskra öryggissveita.

Serbar voru ekki ánægðir með fögn tvímenningana og kölluðu eftir því að þeir færu í bann. FIFA skoðaði málið og ákvað að dæma þá ekki í bann. Þeir voru þó sektaðir um 10.000 sviss­neska franka (rúm 1 milljón ísk.).

Stephan Lichsteiner, fyrirliði Sviss, var einnig sektaður fyrir að fagna eins og liðsfélagar sínir. Lichtsteiner var sektaður um 5.000 svissneska franka (542 þúsund ísk.).

FIFA er með reglur gegn pólitískum skilaboðum og táknum inn á leikvöngum en Shaqiri og Xhaka neituðu báðir að þeir hefðu ætlað að senda póli­tísk skila­boð - tilfinningarnar réðu för.
Athugasemdir
banner
banner