Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 27. júní 2019 09:05
Elvar Geir Magnússon
Man Utd dregur sig úr baráttunni um Maguire
Powerade
Harry Maguire, varnarmaður Leicester.
Harry Maguire, varnarmaður Leicester.
Mynd: Getty Images
Bayern hefur áhuga á Dembele.
Bayern hefur áhuga á Dembele.
Mynd: Getty Images
Maguire, Vieira, Gerrard, Arteta, Fernandes og Pogba eru meðal þeirra sem koma við sögu í slúðurpakkanum í dag. Góðan lestur!

Manchester United hefur dregið sig úr kapphlaupinu um Harry Maguire, varnarmann Leicester (26), eftir að hafa fengið þær upplýsingar að leikmaðurinn kosti 100 milljónir punda. (Mirror)

Patrick Vieira (42) stjóri Nice, Steven Gerrard (39) stjóri Rangers og Mikel Arteta (37) þjálfari hjá Manchester City eru allir á blaði hjá Newcastle. (Telegraph)

Arteta gæti tekið við stjórastarfinu hjá Manchester City þegar Pep Guardiola mun fara frá félaginu. (Evening Standard)

Sean Dyche, stjóri Burnley, er einnig á óskalista Newcastle sem þyrfti þá að borga 10 milljónir punda í skaðabætur til Burnley. (Daily Mail)

Inter undirbýr tilboð í Romelu Lukaku (26), sóknarmann Manchester United. Tilboðið er á þá leið að Inter fái Lukaku lánaðan í tvö ár fyrir 9 milljónir punda og er skyldugt til að kaupa hann að lánstímanum loknum fyrir 54 milljónir punda. (Guardian)

Manchester United mun hitta umboðsmann portúgalska miðjumannsins Bruno Fernandes (24) til að reyna að ganga frá 70 milljóna punda kaupum frá Sporting Lissabon. (O Jogo)

Juventus hefur beðið íþróttavöruframleiðandann Adidas um fjárhagslega aðstoð til að geta keypt Paul Pogba (26), miðjumann Manchester United og franska landsliðsins. (Corriere dello Sport)

Manchester City gæti rænt brasilíska framherjanum Joao Pedro (17) sem Watford býst við að fá frá Fluminense í janúar 2020. Leikmaðurinn er með 17,9 milljóna punda riftunarákvæði í samningi sínum. (Star)

Lucas Torreira (23), miðjumaður Arsenal, segist ekki hafa neitt rætt við AC Milan um mögulega endurkomu í ítölsku A-deildina. (TalkSport)

Bayern München hefur rætt við umboðsmann Ousmane Dembele (22), sóknarleikmanns Barcelona. (Mirror)

Stoke City og Celtic vilja fá enska varnarmanninn Tommy Smith (27) frá Huddersfield. (Huddersfield Examiner)

Reading hefur áhuga á brasilíska vængmanninum Wenderson Galeno (21) sem gæti komið á láni frá Porto. (Futebol365)

Mel Morris, stjórnarformaður Derby County, segir að fréttir sem orða Steven Gerrard, stjóra Rangers, við félagið séu algjört kjaftæði. (Derby Telegraph)

Tariqe Fosu (23), vængmaður Charlton, hefur samþykkt að ganga í raðir C-deildarfélagsins Oxford United. (South London Press)

Stjórn ensku deildakeppninnar hefur ákveðið að VAR verði ekki notað í úrslitaleik umspils Championship-deildarinnar á næsta tímabili. Stjórnin telur það ekki rétt í ljósi þess að tæknin er ekki notuð í neinum öðrum deildarleik á tímabilinu. (Times)

Aidy Boothroyd, þjálfari enska U21-landsliðsins, hefur fengið þær upplýsingar að starf hans sé ekki í hættu þrátt fyrir dapra frammistöðu á Evrópumótinu. (Times)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner