Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fim 27. júní 2019 09:40
Elvar Geir Magnússon
Man Utd reynir að kaupa Longstaff
Longstaff í leik með Newcastle.
Longstaff í leik með Newcastle.
Mynd: Getty Images
Manchester United er að reyna að fá Sean Longstaff, miðjumann Newcastle. Ole Gunnar Solskjær heldur áfram að vinna í að fá unga leikmenn á Old Trafford.

Talið er að Aaron Wan-Bissaka komi frá Crystal Palace í dag og fyrr í þessum mánuði fékk félagið Daniel James frá Swansea.

Longstaff er 21 árs og vakti mikla athygli með Newcastle á síðasta tímabili.

Auk þess að fá til sín unga leikmenn sem geta bætt sig hjá United þá vill Solskjær fá til sín reyndan miðvörð.

Romelu Lukaku gæti verið á förum frá félaginu en Inter á Ítalíu vill fá belgíska sóknarmanninn.
Athugasemdir
banner
banner