Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 27. júní 2019 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Mikilvægt að Kári sé ekki að koma til að bjarga einhverju"
Mynd: Fótbolti.net - Arnar Daði Arnarsson
Víkingur Reykjavík komst áfram í Mjólkurbikarnum í gær. Liðið er að fara að spila í undanúrslitum í fyrsta sinn frá 2014.

Víkingur mætti ÍBV í Eyjum og var staðan 2-0 fyrir ÍBV í hálfleik. Víkingar voru sterkari í seinni hálfleiknum og sýndu mikinn karakter. Þeir unnu að lokum 3-2.

Þetta er þriðji sigur Víkinga í röð. Liðið er komið með 10 stig í Pepsi Max-deildinni og einnig farseðil í undanúrslit Mjólkurbikarsins.

Landsliðsmiðvörðurinn Kári Árnason mun bætast í hóp Víkinga þegar félagaskiptaglugginn opnar í júlí. Kári, sem er 36 ára, skrifaði undir samning út næsta tímabil í síðustu viku.

„Það er mikilvægt fyrir okkur að Kári, sem verður löglegur í næsta leik, sé ekki að koma til að bjarga einhverju. Hann er bara að koma til að styrkja gott lið og gera það enn betra," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, eftir leikinn í gærkvöldi.

Viðtalið við Arnar frá því í gær má sjá í heild sinni.
Arnar breytti ekki neinu í hálfleik: Erum betri en ÍBV
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner