Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 27. júní 2019 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
PSG í viðræðum við Milan vegna Donnarumma
Mynd: Getty Images
AC Milan og Paris Saint-Germain eru í viðræðum vegna markvarðarins Gianluigi Donnarumma. Þetta segir Sky á Ítalíu.

Milan metur hinn tvítuga Donnarumma á 45 milljónir punda. Alphonse Areola, markvörður PSG, gæti farið í hina áttina sem hluti af kaupunum.

Samkvæmt grein Sky þá er Milan undir pressu að selja leikmenn til þess að standast Financial Fair Play reglur UEFA. Donnarumma og Areola eru báðir með sama umboðsmenn, Mino Raiola, og það gæti auðveldað viðræðurnar - þó Raiola sé nú þekktur fyrir það að vera ekki auðveldur í viðræðum.

Donnarumma á þrátt fyrir ungan aldur yfir 150 leiki fyrir Milan. Hann á einnig að baki 12 A-landsleiki fyrir Ítalíu.
Athugasemdir
banner
banner