Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 27. júní 2019 06:00
Arnar Daði Arnarsson
Stebbi Gísla að taka við Lommel
Verður þjálfari Jonathan Hendrickx
Stefán Gíslason.
Stefán Gíslason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stefán Gíslason verður kynntur sem nýr stjóri belgíska félagsins Lommel SK síðar í dag. Þetta kemur fram í belgískum fjölmiðlum.

Tilkynnt var í gær að Stefán hefði látið af störfum sem þjálfari Leiknis í Inkasso-deildinni þar sem hann væri að taka að sér starf erlendis.

Hjá Lommel mun Stefán þjálfa Jonathan Hendrickx sem hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik og er genginn í raðir belgíska B-deildarliðsins.

Ronny Van Geneugden, sem er íþróttastjóri Lommel, var þjálfari Stefáns þegar hann lék með OH Leuven í Belgíu á sínum tíma.

Leiknismenn hafa ráðið Sigurð Heiðar Höskuldsson sem nýjan aðalþjálfara en hann var aðstoðarmaður Stefáns.

„Á mánudaginn sagði Stebbi mér frá þessu, að þetta væri möguleiki. Í gær var þetta svo til klárt. Ég, félagið og leikmennirnir erum ótrúlega ánægðir fyrir hönd Stebba. Við erum að fókusa á það að vera ánægðir fyrir hans hönd. Ég stíg skrefið í aðalþjálfarann og það breytist ekkert. Við höfum unnið mjög vel saman. Ég er þakklátur Stebba fyrir að hafa gefið mér stórt hlutverk í þjálfarateyminu," sagði Sigurður Heiðar en leiknir á leik gegn Keflavík á útivelli í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner