Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 27. júní 2019 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ungur Þórsari til Þýskalands á reynslu
Mynd: Þór
Bergsveini Ara Baldvinssyni, leikmanni Þórs á Akureyri, hefur verið boðið til æfinga hjá þýska félaginu Wuppertal SV og mun hann dvelja ytra hið minnsta um vikutíma.

Frá þessu er sagt á vefsíðu Þórs.

Bergsveinn, eða Bessi eins og hann er kallaður, er að fara út í gegnum þýskan vin föður síns. Hann hafði haft spurnir af því að hann kynni sitthvað fyrir sér í fótbolta og vilja koma honum í samband við Wuppertal.

Bessi er fæddur 2002 og verður 17 ára síðar á árinu. Hann segir að upphaflega hafi hann átt að fara út í apríl en þá settu ökklameiðsl strik í reikninginn, en nú er þetta að bresta á.

„Ég ætla fyrst og fremst að reyna njóta og sýna hvað í mér býr og sjá svo bara til hverju þessi heimsókn skilar. Jú vissulega er ég mjög spenntur, en um leið smá stressaður," segir Bessi við vefsíðu Þórs.
Athugasemdir
banner
banner
banner