Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 27. júlí 2020 20:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arnar með skýr skilaboð: Ég nenni ekki neinu kjaftæði
Arnar Gunnlaugsson.
Arnar Gunnlaugsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, sendi leikmönnum sínum skýr skilaboð fyrir leikinn gegn Stjörnuna sem var að hefjast.

Víkingur er fyrir leikinn í sjötta sæti Pepsi Max-deildarinnar. Hann segir að sitt lið verði að vinna leikinn, eða að minnsta kosti að ná í góð úrslit, ef eigi að líta á það sem titilkandídata.

„Ég hef alltaf reynt að vera hreinskilinn við ykkur fjölmiðlamenn og við leikmennina," sagði Arnar í viðtalið við Henry Birgi Gunnarsson á Stöð 2 Sport fyrir leik.

„Ég sé ekki annað en að við þurfum að vinna í kvöld til að halda okkur inn í þessari baráttu. Það verður nánast ómögulegt ef við vinnum ekki í kvöld, eða þá að við náum ekki úrslitum alla vega."

„Leikmennirnir eru vanir því að ég sé heiðarlegur við þá. Ég nenni ekki neinu kjaftæði. Fótboltamenn eru ekkert svakalega heimskir, þeir fatta þetta sjálfir. Þetta er úrslitaleikur fyrir okkur."

Hægt er að nálgast textalýsinguna frá leiknum hérna.
Athugasemdir
banner
banner
banner