Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 27. júlí 2020 23:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arnari finnst Víkingur enn geta barist á toppnum: Jafntefli fín úrslit
Víkingar eru sex stigum frá toppnum.
Víkingar eru sex stigum frá toppnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, talaði um úrslitaleik í aðdraganda leiksins gegn Stjörnunnar í Pepsi Max-deildarinnar.

Sjá einnig:
Arnar með skýr skilaboð: Ég nenni ekki neinu kjaftæði

Hann sagði að Víkingur þyrfti að ná í góð úrslit og eftir leik, í samtali við Stöð 2 Sport, sagði hann að jafntefli hefðu verið góð úrslit.

„Ég talaði bara íslensku við þá og þetta var bara sannleikurinn. Ef Stjarnan hefði unnið þá hefðum við misst þá og fleiri lið of langt frá okkur. Það var 'must' að ná góðum úrslitum og jafntefli eru bara fín úrslit."

Víkingar eru sex stigum frá toppnum og Arnari finnst liðið enn vera inn í toppbaráttunni.

„Þrjú stig hefðu hjálpað okkur gríðarlega mikið og sent ákveðin skilaboð, Stjarnan eru taplausir og hafa tapað fæstum stigum - en þeir eiga líka eftir að spila hörkuleiki. Við erum komin í lok júlí og mér finnst eins og mótið sé að verða búið en það er rétt að byrja. Það er nóg af leikjum eftir og það á margt eftir að gerast," sagði Arnar í samtali við Stöð 2 Sport.

Viðtal Arnars við Fótbolta.net frá því í kvöld má sjá hér að neðan.
Arnar Gunnlaugs: Held að hugur Rúriks stefni erlendis
Athugasemdir
banner
banner