Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
   mán 27. júlí 2020 21:16
Stefán Marteinn Ólafsson
Brynjar Björn: Dómarinn ekki hluti af jöfnunni í okkar leik
Brynjar Björn Gunnarsson þjálfari HK
Brynjar Björn Gunnarsson þjálfari HK
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
HK heimsóttu Fylkismenn á Wurth völlinn þegar 9.umferð Pepsi max deildar karla hélt áfram í kvöld. Fyrirfram var búist við hörku leik milli þessara liða og varð það svo raunin. Leikar enduðu 3-2 fyrir Fylkismönnum.
„Svekkjandi, fyrsta lagi að fá á sig þrjú mörk, það var ekki í korunum í leiknum, þeir fá í seinni hálfleik tvær vænlegar sóknir og skora uppúr þeim, man ekki eftir mikið fleirri atvikum sem voru hættuleg en að sama skapi vorum við ekki að ógna mikið markinu fyrr en síðustu 20 mínúturnar þegar við lendum undir aftur 3-2 og bara komum ekki boltanum í netið, hrekkur í slá og við einvhernveginn náum ekki að klára að setja endahnútinn í sóknirnar." Sagði Brynjar Björn Gunnarsson þjáflari HK eftir leik.

Lestu um leikinn: Fylkir 3 -  2 HK

„ Það er súrt, stig hefði verið fínt svona eftir allt saman ef við hefðum náð að jafna leikinn undir lokinn." 

HK gerði nokkur tilköll í leikum til dómarans og höfðu stundum ekki erindi sem erfði en Brynjar vill þó ekki meina að þar hafi vandinn legið.
„Nei, ég ætla ekkert að ræða dómarana, það er ekki þeim að kenna að við töpuðum í dag, þeir voru að tala um víti í seinni hálfleik inni í teig að það hafi farið í hendina á einhverjum og mögulega á Valla líka þarna um miðjan hálfleikinn en að örðu leiti þá er dómarinn ekki hluti af jöfnunni í okkar leik og það er ekki honum að kenna að við töpuðum í dag." 

Arnar Freyr Ólafsson aðalmarkvörður HK var mættur aftur í markið hjá þeim í dag og er orðinn alveg heill.
„Hann er orðinn 100%, fyrir utan það að hann er búin að missa af leikjum núna síðustu 6 vikurnar þannig hann þarf bara að fá leikformið aftur en hann er heill og er í toppformi." 

Aðspurður út í gluggan sem opnar eftir helgi þá staðfesti Brynjar að hann væri að leitast eftir liðsstyrk.
„ Ég á von á smá breytingum eða ekki breytingum að við reynum að bæta við okkur 2-3 mönnum." 
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner