Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 27. júlí 2020 11:33
Magnús Már Einarsson
Geir staðfestir viðræður hjá ÍA og Venezia
Bjarki Steinn fagnar marki gegn Val í sumar.
Bjarki Steinn fagnar marki gegn Val í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri ÍA, segir að ítalska félagið Venezia eigi í viðræðum um kaup á Bjarka Steini Bjarkasyni. Hrafnkell Freyr Ágústsson, sérfræðingur í Dr. Fooball, greindi frá því á Twitter í gær að Bjarki sé á leið til Venezia.

„Það eru viðræður í gangi," sagði Geir í samtali við Fótbolta.net í dag.

Bjarki er tvítugur kantmaður sem uppalinn er í Aftureldingu en undanfarin ár hefur hann leikið með ÍA í Pepsi Max-deildinni þar sem hann hefur skorað fjögur mörk í 25 leikjum.

Bjarki spilaði ekki með ÍA í 5-3 tapi liðsins gegn Breiðabliki í Pepsi Max-deildinni í gærkvöldi.

Venezia er frá Feneyjum en liðið endaði í ellefta sæti í Serie B á síðasta tímabili.

Venezia hefur spilað lengst af í sögu sinni í Serie A og Serie B en félagið var síðast í efstu deild árið 2002. Árið 2009 varð Venezia gjaldþrota og hóf leik að nýju í Serie D en það vann sér aftur sæti í Serie B árið 2017.
Athugasemdir
banner
banner
banner