Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mán 27. júlí 2020 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guardiola leyfir leikmönnum að velja fyrirliða
Pep Guardiola.
Pep Guardiola.
Mynd: Getty Images
Man City mun fara inn í þriðja tímabilið í röð með nýjan fyrirliða. Vincent Kompany var fyrirliði tímabilið 2018/19 og David Silva hefur verið fyrirliði á tímabilinu sem er að klárast.

Silva lék sinn síðasta leik í ensku úrvalsdeildinni fyrir Man City í gær og kveður hann sem goðsögn.

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, ætlar að leyfa leikmönnum að velja nýjan fyrirliða liðsins. Hann segir að leikmenn hafi valið Silva og ætlar hann að treysta leikmönnum aftur, þó hann eigi sjálfur lokaorðið.

Kevin de Bruyne þykir líklegur en Fernandinho og Sergio Aguero eru einnig vinsælir innan leikmannahópsins.

Það vakti athygli í fyrra þegar Unai Emery, þá stjóri Arsenal, hélt leynilega kosningu innan leikmannahópsins um fyrirliða. Granit Xhaka var þá kosinn fyrirliði. Guardiola notar svipaða aðferð, en spurning er hvort að hann haldi leynilega kosningu eins og Emery gerði.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner