mán 27. júlí 2020 19:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Havertz bíður á meðan Chelsea og Leverkusen ræða saman
Havertz er búinn að ná persónulega samkomulagi við Chelsea.
Havertz er búinn að ná persónulega samkomulagi við Chelsea.
Mynd: Getty Images
Chelsea er að vinna í því að kaupa Kai Havertz frá Bayer Leverkusen í Þýskalandi.

Havertz er 21 árs gamall sóknarsinnaður miðjumaður sem hefur slegið í gegn með Bayer Leverkusen.

Hinn mjög svo áreiðanlegi Fabrizio Romano segir að Chelsea og Bayer Leverkusen séu í viðræðum um kaupverð á leikmanninum. Chelsea er tilbúið að borga fyrir hann 80 milljónir evra og vill klára þetta í flýti.

Havertz er að bíða þar sem hann náði persónulegu samkomulagi við Chelsea fyrir nokkrum vikum síðan.

Chelsea hefur þegar látið til sín taka á leikmannamarkaðnum og tryggt sér þjónustu Hakim Ziyech frá Ajax sem og þýska sóknarmannsins Timo Werner frá RB Leipzig fyrir næsta tímabil.

Chelsea hafnaði í fjórðu sætu ensku úrvalsdeildarinnar en liðið á eftir að spila í bikarúrslitum gegn Arsenal rétt eins og síðari leik sinn gegn Bayern München í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar áður en yfirstandandi tímabil klárast formlega.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner