mán 27. júlí 2020 20:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: Sveinn Aron spilaði hálfleik fyrir Spezia sem er á leið í umspil
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sveinn Aron Guðjohnsen kom inn á sem varamaður í hálfleik þegar Spezia gerði markalaust jafntefli við Entella í næst síðustu umferð ítölsku B-deildarinnar.

Spezia er í þriðja sæti og ljóst er að liðið mun taka þátt í umspili um sæti í ítölsku úrvalsdeildinni.

Sveinn Aron, sem er 22 ára, hefur komið við sögu í 14 leikjum á tímabilinu í ítölsku B-deildinni og skorað tvö mörk.

Íslendingar gætu á næstunni eignast annan leikmann í ítölsku B-deildinni því Bjarki Steinn Bjarkason er á leið frá ÍA til Venezia, sem tapaði 1-0 á útivelli gegn Cittadella í kvöld. Venezia er í 13. sæti, tveimur stigum frá fallumspili.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner