Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mán 27. júlí 2020 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Keane vill ekki lengur horfa upp á De Gea í marki Man Utd
David de Gea.
David de Gea.
Mynd: Getty Images
Roy Keane, fyrrum fyrirliði Manchester United, er ekki mesti aðdáandi spænska markvarðarins David de Gea.

Þegar United gerði 1-1 jafntefli við Tottenham í júní sagði Keane: „Ég er orðinn hundleiður á þessum markverði. Ef ég væri inn í klefanum þá myndi ég láta hnefana tala."

De Gea hefur verið stórkostlegur í marki Manchester United undanfarin ár en átti ekki sitt besta tímabil núna. Hann skiptist á því að eiga vörslur í heimsklassa og gera aulaleg mistök, og fékk hann mikla gagnrýni.

Keane telur að United þurfi betri markvörð ef liðið ætlar sér að berjast um titilinn á næstu leiktíð.

„Ég hef aldrei verið mikill aðdáandi hans. Hann gerir of mörg mistök, stór mistök sem kosta stig," sagði Keane á Sky Sports. „Ef Manchester United vill berjast um deildartitilinn þá þurfa þeir betri markvörð."

Hinn 29 ára gamli De Gea er samningsbundinn Manchester United til 2023, en félagið á efnilegan markvörð í Dean Henderson sem hefur verið á láni hjá Sheffield United og gert vel þar.

Þess má geta að De Gea bætt í gær met hjá Manchester United þegar hann hélt hreinu gegn Leicester. Það var 113. sinn sem hann heldur hreinu í ensku úrvalsdeildinni, en enginn annar markvörður hefur haldið hreinu oftar í deild þeirra bestu á Englandi fyrir Man Utd.


Athugasemdir
banner
banner
banner