Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 27. júlí 2020 20:17
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Klopp valinn bestur af þjálfurum - Hringdi í Sir Alex um miðja nótt
Jurgen Klopp.
Jurgen Klopp.
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, var í kvöld valinn þjálfari ársins af þjálfarasamtökum enska fótboltans.

Klopp á svo sannarlega þessi verðlaun skilið. Hann stýrði Liverpool til fyrsta Englandsmeistaratitils félagsins í 30 ár.

Liverpool er ríkjandi Englandsmeistari, Evrópumeistari og Heimsmeistari.

Verðlaunin eru nefnd í höfuðið á Sir Alex Ferguson, fyrrum stjóra Manchester United, og það var Sir Alex sem tilkynnti það að Klopp hreppti verðlaunin.

„Þú átt þetta svo sannarlega skilið, frammistaða liðs þíns var framúrskarandi. Persónuleiki þinn rennur í gegnum allt félagið. Ég fyrirgef þér að hafa vakið mig klukkan hálf fjögur að nóttu til, til að segja mér að þið hefðuð unnið deildina," sagði Sir Alex léttur.

Klopp fékk stærstu verðlaun kvöldsins, en aðrir þjálfarar fengu verðlaun.

Marcelo Bielsa, stjóri Leeds, var valinn þjálfari ársins í Championship-deildinni og Emma Hayes, stjóri Chelsea, var valin þjálfari ársins í úrvalsdeild kvenna.

Mark Robins, stjóri Coventry, David Artell, stjóri Crewe, og Gemma Davies, þjálfari kvennaliðs Aston Villa, voru einnig verðlaunuð.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner