Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 27. júlí 2020 21:14
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lengjudeildin: Leiknir endurheimti toppsætið
Lengjudeildin
Flottur sigur hjá Leikni.
Flottur sigur hjá Leikni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Afturelding 2 - 3 Leiknir R.
0-1 Vuk Oskar Dimitrijevic ('6 )
0-2 Sólon Breki Leifsson ('45 )
0-3 Sólon Breki Leifsson ('48 )
1-3 Kári Steinn Hlífarsson ('50 )
2-3 Andri Freyr Jónasson ('92 )
Lestu nánar um leikinn

Leiknir Reykjavík er komið aftur á topp Lengjudeildarinnar eftir góðan útisigur gegn Aftureldingu.

Vuk Oskar Dimitrijevic, sem var leikmaður 7. umferðar í Lengjudeildinni, skoraði fyrsta mark leiksins eftir sex mínútur og rétt fyrir leikhlé tvöfaldaði Sólon Breki Leifsson forystuna fyrir Leikni.

Staðan varð enn vænlegri fyrir gestina úr Breiðholti er Sólon Breki skoraði sitt annað mark í byrjun seinni hálfleiks.

Kári Steinn Hlífarsson minnkaði þó muninn um leið og kom Aftureldingu aftur inn í leikinn. Heimamenn sóttu af krafti enn náðu ekki að brjóta gestina á bak aftur, ekki fyrr en í uppbótartímanum þegar Andri Freyr Jónasson skoraði. Það var of lítið, of seint sigur Leiknis staðreynd.

Leiknir er á toppnum eftir átta umferðir í Lengjudeildinni með 19 stig eftir átta leiki, einu stigi meira en ÍBV. Afturelding hafði ekki tapað í fjórum leikjum fyrir leikinn í kvöld og er liðið með tíu stig í áttunda sæti.

Önnur úrslit:
Lengjudeildin: Þrenna frá Gary Martin gegn Þrótti
Athugasemdir
banner
banner
banner