Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 27. júlí 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lukaku jafnaði 70 ára gamalt met
Lukaku hefur átt flott tímabil.
Lukaku hefur átt flott tímabil.
Mynd: Getty Images
Sóknarmaðurinn Romelu Lukaku jafnaði 70 ára gamalt met hjá Inter er hann skoraði tvennu í útisigri á Genoa í ítölsku úrvalsdeildinni um helgina.

Lukaku er núna búinn að skora 15 mörk á útivelli á þessu tímabili í ítölsku úrvalsdeildinni. Hann er fyrsti leikmaður Inter sem gerir það í 70 ár, en Stefano Nyers gerði það síðast 1950.

Lukaku er í heildina búinn að skora 23 deildarmörk á tímabilinu og 29 mörk í öllum keppnum.

Hann kom til Inter frá Manchester United síðasta sumar. Hinn 27 ára gamli Lukaku kostaði Inter um 80 milljónir evra.

Lukaku getur bætt metið í lokaumferð ítölsku úrvalsdeildarinnar þegar Inter heimsækir Atalanta.


Athugasemdir
banner