Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 27. júlí 2020 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Messi sagður vilja fá Bielsa til Barcelona
Marcelo Bielsa kom Leeds upp í ensku úrvalsdeildina.
Marcelo Bielsa kom Leeds upp í ensku úrvalsdeildina.
Mynd: Getty Images
Argentínumaðurinn Lionel Messi er sagður vilja fá landa sinn Marcelo Bielsa til að taka við Barcelona.

Staða Quique Setien, núverandi þjálfara Barcelona, er sögð óörugg. Spænskir fjölmiðlar hafa talað um að stýra Barcelona í Meistaradeildarleikjunum í ágúst en ekki er vitað hvað verður um hann eftir þá leiki.

Barcelona verður að vinna Meistaradeildina til að fara ekki titlalaust í gegnum tímabilið. Það yrði þá í fyrsta sinn sem það gerist hjá félaginu síðan 2007/08.

Samningur Bielsa hjá Leeds er að renna út. Hann er búinn að koma Leeds upp í ensku úrvalsdeildina og eru viðræður í gangi um nýjan samning. Phil Hay, penni The Athletic um Leeds, hefur sagt að Leeds búist við því að það verði ekki nein vandræði fólgin í því að endursemja við Bielsa.

Áhugi frá Barcelona og Messi gæti flækt málin eitthvað. Götublaðið The Sun fjallar um það að Messi vilji fá 'El Loco' til Katalóníu.

Bielsa er gríðarlega vinsæll í Leeds eftir að hafa komið liðinu upp í ensku úrvalsdeildina. Bielsa hefur komið víða við á þjálfaraferli sínum og þótt hann hafi ekki unnið marga titla, þá hefur hann veitt gríðarlega mörgum innblástur; stjórum eins og til dæmis Pep Guardiola, Mauricio Pochettino og Diego Simeone.

Bielsea hefur sérstakar aðferðir og aðhyllist stórskemmtilegan leikstíl. Hann gerir miklar kröfur á leikmenn, innan sem utan vallar. Hann leggur mikið upp úr taktík, leikgreningu á andstæðingum og líkamlegu standi leikmanna. Menn verða að geta hlaupið. Bielsa segir að ef leikmenn væru vélar þá myndi hann aldrei tapa.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner