Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 27. júlí 2020 19:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi Max-deildin: Fylkir aftur á sigurbraut með endurkomusigri
Valdimar átti dapran leik gegn Val í síðustu viku en í kvöld átti hann tvær stoðsendingar og skoraði sigurmark.
Valdimar átti dapran leik gegn Val í síðustu viku en í kvöld átti hann tvær stoðsendingar og skoraði sigurmark.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Fylkir 3 - 2 HK
1-0 Djair Parfitt-Williams ('16 )
1-1 Valgeir Valgeirsson ('22 )
1-2 Valgeir Valgeirsson ('29 )
2-2 Arnór Gauti Ragnarsson ('55 )
3-2 Valdimar Þór Ingimundarson ('62 , víti)
Lestu nánar um leikinn

Fylkir sneri við taflinu í síðari hálfleik er liðið fékk HK í heimsókn í Lautina í níundu umferð Pepsi Max-deild karla.

Það dró til tíðinda á 16. mínútu er Djair Parfitt-Williams skoraði sitt annað mark í Pepsi Max-deildinni eftir stórkostlega sendingu frá Valdimari Ingimundarsyni.

Gestirnir úr Kópavogi svöruðu þessu vel með Valgeir Valgeirsson fremstan í flokki. Valgeir jafnaði á 22. mínútu og sjö mínútum síðar kom hann HK yfir. „Afar sérstakt mark í undirbúningi en laglega klárað. Ívar Örn virðist missa boltann full langt frá sér en Arnar Sveinn bakkar frá boltanum áður en Ívar Örn kemur með flottan bolta fyrir markið þar sem Valgeir mætir á fjær og klárar," skrifaði Stefán Marteinn Ólafsson í beinni textalýsingu.

Staðan í hálfleik var 2-1 fyrir HK en fyrir seinni hálfleikinn gerðu heimamenn tvær breytingar. Þær virkuðu mjög vel því Arnór Gauti Ragnarsson jafnaði á 55. mínútu og Valdimar Þór kom Fylki yfir á 62. mínútu af vítapunktinum.

HK pressaði mikið á síðustu mínútunum og átti Ásgeir Marteinsson til að mynda skot í slána úr algjöru dauðafæri. HK vildi fá víti undir lokin þegar boltinn fór í olnboga Ásgeirs Eyþórssonar, en ekkert var dæmt. Allt kom hins vegar fyrir ekki og Fylkir sigldi sigrinum í hús.

Fylkismenn eru komnir aftur á sigurbraut eftir tvo tapleiki í röð fyrir leikinn í kvöld. Fylkir er í þriðja sæti með 15 stig. HK, sem vann sigur gegn Breiðabliki í síðustu viku, er í tíunda sæti með átta stig.

Aðrir leikir dagsins:
19:15 Fjölnir-Valur (Extra völlurinn)
19:15 FH-Grótta (Kaplakrikavöllur)
20:15 Stjarnan-Víkingur R. (Samsungvöllurinn)
Athugasemdir
banner
banner