Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 27. júlí 2020 22:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi Max-deildin: Jafnt hjá Stjörnunni og Víkingi
Óttar Magnús jafnaði undir lok fyrri hálfleiks en lengra komust Víkingar ekki.
Óttar Magnús jafnaði undir lok fyrri hálfleiks en lengra komust Víkingar ekki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan 1 - 1 Víkingur R.
1-0 Hilmar Árni Halldórsson ('14 )
1-1 Óttar Magnús Karlsson ('44 , víti)
Lestu nánar um leikinn

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, talaði um það fyrir lokaleik dagsins í Pepsi Max-deildinni að hans menn þyrftu að ná í úrslit gegn Stjörnunni. Hans menn náðu í ágætis úrslit, en ekki sigur. Spurning er hvað Arnar hefur að segja eftir leik um það hvort Víkingar séu úr titilbaráttunni eða ekki?

Ekki byrjaði leikurinn vel fyrir Arnar og hans lærisveina því Hilmar Árni Halldórsson kom Stjörnunni yfir eftir tæpan stundarfjórðung. Ingvar Jónsson kom hendi á boltann en ekki nægilega mikið til að hindra það að boltinn færi í markið.

Víkingar voru mjög öflugir eftir mark Stjörnunnar og undir lok fyrri hálfleiks dró til tíðinda þegar Guðjón Baldvinsson braut af sér innan teigs. Óttar Magnús Karlsson fór á punktinn og sá til þess að liðin færu jöfn inn í leikhléið.

Gestirnir áttu fleiri marktilraunir en í seinni hálfleiknum tókst hvorugu liðinu að koma boltanum í netið og stela sigrinum. Lokatölur 1-1 í Garðabænum í hörkuleik.

Stjarnan er enn taplaust eftir sex leiki og er liðið í fjórða sæti með 14 stig. Víkingur er með 13 stig eftir níu leiki spilaða, sex stigum frá toppnum.

Viðtöl og skýrsla koma inn á Fótbolta.net von bráðar.

Önnur úrslit:
Pepsi Max-deildin: Fylkir aftur á sigurbraut með endurkomusigri
Pepsi Max-deildin: Valur í efsta sæti - Þjálfarar FH enn taplausir
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner