Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 27. júlí 2020 21:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi Max-deildin: Valur í efsta sæti - Þjálfarar FH enn taplausir
Hannes og félagar eru á toppnum.
Hannes og félagar eru á toppnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Logi og Eiður eru enn taplausir.
Logi og Eiður eru enn taplausir.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Valsmenn eru komnir aftur upp á topp Pepsi Max-deildarinnar eftir sigur í Grafarvogi í kvöld. Valur er með tveimur stigum meira en KR, en Vesturbæjarstórveldið á leik til góða.

Lasse Petry kom Val yfir á sjöundu mínútu eftir klaufagang í vörn Fjölnis og fyrir leikhlé komust gestirnir í 2-0. Það var sjálfsmark. „Þetta var hrikalega lélegt, ekkert búið að vera að frétta hérna en þá alltíeinu ákveður Valgeir að taka 50 metra sprett með boltann upp völlinn og sóla Örvar, Sigurpál og einhvern einn enn sem ég sá ekki alveg hver var, kom sér upp að endamörkum og sendi boltann fyrir, þar er Grétar Snær og hann hamrar boltann í Peter og í netið," skrifaði Baldvin Már Borgarsson í beinni textalýsingu.

Staðan var 2-0 í hálfleik og brekkan brött fyrir Fjölni, en heimamenn minnkuðu muninn á 52. mínútu þegar Jóhann Árni Gunnarsson skoraði eftir flotta sókn.

Adam var hins vegar ekki lengi í paradís. Fimm mínútum síðar var Ingibergur Kort Sigurðsson rekinn af velli fyrir heimskulegar sakir. Hann var pirraður eftir að Haukur Páll Sigurðsson braut af sér og sparkaði hann í fyrirliða Valsmanna.

Eftirleikurinn var auðveldur fyrir Val. Sigurður Egill Lárusson gerði út um leikinn þegar 20 mínútur voru eftir. Lokatölur 3-1 og er Fjölnir á botninum með þrjú stig.

Nýliðarnir eru í fallsætunum tveimur. Grótta er með fimm stig í 11. sæti eftir 2-1 tap gegn FH í Kaplakrika. FH er enn taplaust undir stjórn nýrra þjálfara, hafa unnið tvo leiki og gert eitt jafntefli.

Leikurinn var ekki auðveldur fyrir FH-inga. Þórir Jóhann Helgason kom FH yfir á áttundu mínútu og var staðan 1-0 í hálfleik. Um miðbik seinni hálfleiks jafnaði Grótta með sjálfsmarki Daða Freys, markvarðar FH, en staðan var ekki jöfn lengi. Steven Lennon kom FH yfir í næstu sókn.

„Þetta gerist hratt. Steven Lennon tekur einn á og leggur boltann í netið," skrifaði Sverrir Örn Einarsson þegar Lennon skoraði það sem reyndist vera sigurmark FH.

FH er eftir sigurinn með 14 stig, rétt eins og Breiðablik, í fimmta sæti deildarinnar.

FH 2 - 1 Grótta
1-0 Þórir Jóhann Helgason ('8 )
1-1 Daði Freyr Arnarsson ('64 , sjálfsmark)
2-1 Steven Lennon ('65 )
Lestu nánar um leikinn

Fjölnir 1 - 3 Valur
0-1 Lasse Petry Andersen ('7 )
0-2 Peter Zachan ('39 , sjálfsmark)
1-2 Jóhann Árni Gunnarsson ('52 )
1-3 Sigurður Egill Lárusson ('70 )
Rautt spjald: Ingibergur Kort Sigurðsson , Fjölnir ('57)
Lestu nánar um leikinn

Leikur Stjörnunnar og Víkings er í fullum gangi. Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu.

Önnur úrslit:
Pepsi Max-deildin: Fylkir aftur á sigurbraut með endurkomusigri
Athugasemdir
banner
banner
banner