Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 27. júlí 2020 15:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sjáðu mörkin átta sem skoruð voru á Kópavogsvelli
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var frábær leikur á Kópavogsvelli í gær þegar Breiðablik vann 5-3 sigur á ÍA í Pepsi Max-deildinni.

Leikurinn var hinn fjörugasti. Breiðablik komst í 4-0 í fyrri háfleik áður en ÍA minnkaði muninn úr vítaspyrnu fyrir leikhlé. Staðan varð svo 4-2 í byrjun fyrri hálfleiks, en Breiðablik skoraði fimmta markið fljótlega eftir að ÍA hafði minnkað muninn. ÍA minnkaði þá muninn strax eftir en lengra komust Skagamenn ekki.

Myndband af mörkum leiksins hefur verið birt á Vísi og má sjá þau hér að neðan.

Breiðablik 5 - 3 ÍA
1-0 Alexander Helgi Sigurðarson ('11 )
2-0 Kristinn Steindórsson ('17 )
3-0 Thomas Mikkelsen ('36 )
4-0 Kristinn Steindórsson ('39 )
4-1 Tryggvi Hrafn Haraldsson ('43 , víti)
4-2 Hlynur Sævar Jónsson ('48 )
5-2 Thomas Mikkelsen ('52 , víti)
5-3 Viktor Jónsson ('53 )
Lestu nánar um leikinn.


Athugasemdir
banner
banner
banner