Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 27. júlí 2020 13:00
Magnús Már Einarsson
Varnarmenn KR meiðast til skiptis - Arnór Sveinn klár í næsta leik
Arnór Sveinn Aðalsteinsson
Arnór Sveinn Aðalsteinsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðverðir Íslandsmeistara KR hafa allir verið fjarri góðu gamni vegna meiðsla hluta af þessu tímabili. Finnur Tómas Pálmason meiddist í fyrsta leik gegn Val og var frá keppni í mánuð.

Gunnar Þór Gunnarsson sleit krossband gegn Vængjum Júpíters í Mjólkurbikarnum og spilar ekki meira á tímabilinu. Arnór Sveinn Aðalsteinsson meiddist gegn Fjölni í síðustu viku og var ekki með í markalausa jafnteflinu gegn KA í gær.

Þar áttu Finnur og Aron Bjarki Jósepsson að byrja saman í hjjarta varnarinnar en Aron meiddist í upphitun. Miðjumaðurinn Arnþór Ingi Kristinsson leysti hann af hólmi í vörninni í leiknum.

„Finnur Tómas var lengi frá í byrjun og hann er nýkominn til baka," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, eftir leikinn í gær.

„Arnór Sveinn meiddist í síðasta leik og núna Aron í upphituninni. Ég reikna með Arnór Sveinn verði heill í næsta leik og Aron fær þá tíma til að hvíla sig núna. Þá hafa þeir allir fengið hvíld svo verða þeir vonandi ferskir það sem eftir lifir," sagði Rúnar brosandi.

Næsti leikur KR er gegn Fjölni í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins á fimmtudag en næsti leikur í Pepsi Max-deildinni er gegn Gróttu á þriðjudaginn í næstu viku.
Rúnar Kristins: Fannst við oft taka rangar ákvarðanir
Athugasemdir
banner