fös 27. september 2019 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Áfengi leyft á HM í Katar
Nasser al-Khater
Nasser al-Khater
Mynd: Getty Images
Áfengi verður leyft á HM í Katar árið 2022 en þetta staðfesti Nasser al-Khater, sem er yfirmaður í framkvæmdastjórn mótsins.

Í Katar er bannað að neita áfengis á almannafæri en ákveðnar hótelkeðjur eru þó með leyfi fyrir sölu á því fyrir erlenda ferðamenn. al-Khater fullyrðir þó að það verði aðgengilegt á öðrum stöðum.

„Alkóhól er ekki partur af okkar menningu en hins vegar er gestrisni partur af henni. Alkóhól er ekki til staðar hér frekar en á öðrum stöðum í heiminum en við viljum tryggja það að það stuðningsmenn geti fengi sér drykk. Við erum að reyna að finna staði í Katar þar sem stuðningsmenn geta fengið sér í glas," sagði al-Khater.

„Við áttum okkur á því að það er vandamál með verðið á því en við erum að skoða það. Við erum að finna leiðir til að lækka verðið."

Hegðunarvandamál stuðningsmanna hafa oft verið í umræðunni í kringum stórmót en mikill undirbúningur er í Katar hvað varðar öryggi stuðningsmanna.

„Eins og ég hef áður sagt þá er öryggisteymið okkar í þjálfun útaf það eru ólíkir menningarheimar að mæta hingað og öðruvísi siðir en það sem stuðningsmanni Englands myndi finnast ásættanlegt gæti ekki verið ásættanlegt hér. Við erum því að reyna að brúa bilið þar."

„Þetta er smá áhyggjuefni. Öryggi á stórmótum er algert forgangsatriði. Það eru alltaf líkur á það verði ágreiningur milli stuðningsmanna útaf stærð landsins og meirihluti þeirra verður á sama svæði en við búumst við því sama frá þeim og það sem við sáum á HM í Rússlandi,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner