Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 27. september 2019 13:52
Elvar Geir Magnússon
Aron Bjarki: Er nógu góður til að spila fyrir KR
Aron Bjarki segist ekki skrifa undir samninginn til að vera á bekknum.
Aron Bjarki segist ekki skrifa undir samninginn til að vera á bekknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pálmi og Aron Bjarki við undirskriftina í dag.
Pálmi og Aron Bjarki við undirskriftina í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Varnarmaðurinn Aron Bjarki Jósepsson skrifaði undir nýjan tveggja ára samning við KR. Aron er þrítugur en hann hefur verið hjá KR síðan árið 2011. Aron hefur skorað sjö mörk í 113 leikjum í efstu deild en hann spilaði fjóra leiki þegar KR varð Íslandsmeistari í sumar.

Samningur hans var að renna út og Fótbolti.net spurði hann hvort það hefði komið upp í hugann að fara annað í leit að öruggari spiltíma?

„Ég hugsaði ekki mikið um það. Það var smá verið að heyra í mér hvort ég hefði áhuga á að fara eitthvað annað. Ég þurfti að hugsa þetta aðeins. Mér finnst ég vera það góður að ég geti spilað fyrir lið eins og KR," segir Aron.

„Nú er það bara 'restart'. Mitt sumar var þannig að ég lét reka mig út af í fyrsta leik og nefbrotna í öðrum leik. Svo þegar ég kom næst inn eftir það reif ég liðband í ökklanum á mér og var frá í fimm til sex vikur. Sumarið var stöngin út hjá mér persónulega en aðrir stigu upp. Nú byrjum við bara upp á nýtt. Það er samkeppni og við erum með marga leikmenn sem eru nægilega góðir til að spila. Ég er ekki hérna til að vera bara á bekknum."

KR verður alltaf númer eitt
„KR hefur alltaf verið í fyrsta sæti hjá mér og verður það sennilega alltaf. Ég sá enga ástæðu til að vera að skoða eitthvað annað. Það eru forréttindi að spila fyrir félag eins og KR. Samfélagið sem er KR er eitthvað sem ég elska. Sérstaklega núna þegar við erum með besta hópinn sem við höfum verið með hjá KR, út frá karakterum og einstaklingum. Hvernig við tengjum saman," segir Aron.

Mikið hefur verið talað um þá gríðarlegu liðsheild sem skilar þessum Íslandsmeistaratitli KR í hús.

„Við verðum fyrir áföllum og förum inn í mót með nokkra menn meidda. Svo detta menn út og það skiptir engu máli hver kemur inn eða hvað gerist. Við dettum inn á einhverja blöndu í sumar þar sem við erum ósigrandi. Þetta hefur verið frábært ár."

Menn til í að gera allt fyrir Rúnar
Hvað er það sem Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, hefur sem gerir það að verkum að hann nær að kreista það allra besta út úr sínum leikmönnum?

„Hann er svo rosalega mannlegur og góður einstaklingur. Hann er einstakur karakter sem heldur öllum góðum. Hann talar við menn og lætur þá vita hvar þeir standa. Hann er tilbúinn að ræða hvað sem er. Hann er góður gaur og maður er alltaf til í að gera allt fyrir hann," segir Aron.

Lokaumferðin í Pepsi Max-deildinni:

laugardagur 28. september
14:00 ÍA-Víkingur R. (Norðurálsvöllurinn)
14:00 Stjarnan-ÍBV (Samsung völlurinn)
14:00 FH-Grindavík (Kaplakrikavöllur)
14:00 KA-Fylkir (Greifavöllurinn)
14:00 Valur-HK (Origo völlurinn)
14:00 Breiðablik-KR (Kópavogsvöllur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner