fös 27. september 2019 13:30
Elvar Geir Magnússon
Bayern stefnir á að gera nýtt tilboð í Sane í janúar
Leroy Sane.
Leroy Sane.
Mynd: Getty Images
Bayern München mun væntanlega gera nýtt tilboð í Leroy Sane, leikmann Manchester City, í janúarglugganum ef marka má orð forseta félagsins, Uli Höness.

Bayern reyndi að fá hinn 23 ára Sane í sumar en City setti 100 milljóna punda verðmiða á leikmanninn, eitthvað sem Höness hefur sagt að sé brjálæði.

Þegar Sane meiddist illa í leiknum um Samfélagsskjöldinn var áhugi Bayern settur í bið.

Pep Guardiola vill halda Sane en sagt er að hann sé þó viðbúinn því að leikmaðurinn haldi annað.

„Við höfum mikinn áhuga. Við ræddum við hann en við gátum ekki haldið áfram eftir þessi slæmu meiðsli hans. Þess vegna þurfum við að bíða og sjá hvernig honum gengur að koma til baka," segir Höness.

„Ég tel að menn muni fá sér sæti í janúar og ákveða hvað gera eigi í framhaldinu."

Mögulegt er að Sane snúi aftur út á fótboltavöllinn í desember en fremra krossband í hné skaddaðist.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner