Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 27. september 2019 15:00
Brynjar Ingi Erluson
Gabriel Jesus: Erfitt að keppa við Aguero um sæti í liðinu
Gabriel Jesus
Gabriel Jesus
Mynd: Getty Images
Gabriel Jesus, framherji Manchester City á Englandi, er svekktur yfir því að vera varamaður hjá liðinu en hann skilur þó ástandið.

Jesus er 22 ára gamall en hann kom til City frá Palmeiras í Brasilíu í janúar árið 2017.

Hann spilaði 47 leiki og skoraði 21 mark á síðasta tímabili en hann hefur þó þurft að vera varaskeifa fyrir Sergio Aguero.

„Ég er kominn yfir það stig að bíða eftir tækifærinu. Ég er búinn að vera hérna í næstum því þrjú ár. Þetta er fjórða tímabilið mitt og ég vil spila meira. Það er erfitt að keppa um sæti við Aguero sem er goðsögn hjá þessu félagi en þetta er gott fyrir liðið. Hann spilar vel fyrir liðið og það geri ég líka," sagði Jesus.

„Ég skil ákvörðun Pep og virði Sergio, hans sögu hjá félaginu og það sem hann er að gera núna."

„Fólk segir að ég sé varamaður og gerir það á neikvæðan hátt en það gleymir því að ég er ekki á bekknum útaf frammistöðu, það er af því Aguero hefur verið magnaður. Ég hef ekki bara lært það að bíða heldur að skilja stöðuna. Síðasta tímabil var mjög erfitt fyrir mig því ég fékk ekki marga leiki og þá sérstaklega mikilvægu leikina

„Það er auðvitað sárt að fá ekki tækifærin í stóru leikjunum þannig ég var vonsvikinn eftir tímabilið en það er mjög eðlilegt og ég hef aldrei verið ófagmannlegur. Það var svekkjandi en ég skildi það,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner